A-hluti ríkisreiknings skal gerður í samræmi við viðurkenndar reikningsskilavenjur, sbr. þó 1. gr., og skal m.a. geyma eftirfarandi upplýsingar:
- a.
- Reikningsyfirlit er sýni:
- 1.
- Rekstrarreikning.
- 2.
- Efnahagsreikning.
- 3.
- Sjóðstreymi.
Í yfirlitum skv. 1.–3. tölul. skal sýna samanburð við fjárheimildir ársins og reikningstölur fyrra árs.
- b.
- Skýringar þar sem m.a. komi fram:
- 1.
- Lýsing á reikningsskilaaðferðum.
- 2.
- Yfirlit yfir lán og ábyrgðir þar sem m.a. komi fram:
- a.
- Tekin löng lán.
- b.
- Veitt löng lán.
- c.
- Samningar sem fela í sér fjárskuldbindingar, m.a. vegna rekstrar og framkvæmda. Greina skal á milli samningsbundinna og lögbundinna skuldbindinga.
- d.
- Ábyrgðarskuldbindingar.
- 3.
- Önnur yfirlit þar sem m.a. komi fram:
- a.
- Áhættufé í fyrirtækjum og sjóðum.
- b.
- Gjaldfærð fjárfesting.
- c.
- Útgjöld umfram heimildir.
- d.
- Breytingar á höfuðstólsreikningi.
Ríkistekjur.